Enski boltinn

Númerin tekin af og fá ekki að æfa með aðalliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gömul mynd af æfingu Chelsea þar sem Trevor Chalobah og Raheem Sterling eru í forgrunni.
Gömul mynd af æfingu Chelsea þar sem Trevor Chalobah og Raheem Sterling eru í forgrunni. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Raheem Sterling og Trevor Chalobah virðast ekki eiga framtíð hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Þeim hefur verið gert að æfa ekki með aðalliðinu og nú hafa þeir misst treyjunúmerin sem þeir skörtuðu á síðasta tímabili.

Pedro Neto, sem var fenginn í sumar frá Wolves, hefur tekið sjöuna sem Sterling klæddist á síðasta tímabili. Hann var númer 19 á sunnudag í fyrsta leik sínum fyrir Chelsea gegn Manchester City.

Joao Felix mun svo taka treyju númer 14, sem Chalobah hefur klæðst síðustu þrjú tímabil.

Chelsea segir númeravalið ekki munu liggja endanlega ljóst fyrir fyrr en félagaskiptaglugginn lokar. Í tilkynningunni og á heimasíðu félagsins er þó ekki að finna ný númer fyrir Sterling og Chalobah.

Þeir hafa einnig verið teknir af æfingum aðalliðsins og æfa nú með fleiri leikmönnum sem Chelsea hefur ekki not fyrir, svosem Ben Chilwell, Romelu Lukaku, Kepa Arrizabalaga og Armando Broja.


Tengdar fréttir

Félix á leið til Chelsea á meðan Gallag­her fer í hina áttina

Portúgalinn João Félix er á leið til Chelsea á nýjan leik en enska knattspyrnufélagið kaupir hann nú eftir að hafa fengið hann á láni á síðasta ári. Enski miðjumaðurinn fer í hina áttina en ekki er þó um hreinan skiptidíl að ræða milli Atlético Madríd og Chelsea.

Þurftu að stækka klefann hjá Chelsea

Umræðan um stærð leikmannahópsins hjá Chelsea hefur verið áberandi síðustu vikur enda heldur félagið áfram að bæta við sig leikmönnum.

Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum

Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×