„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. ágúst 2024 08:30 Tim Walz varaforsetaefni Demókrata. getty Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Walz hélt aðalræðu kvöldsins á landsþingi Demókrata þar sem hann hvatti fólk til að fylkja sér á bak við Harris og nota næstu vikur til þess að fara hús úr húsi og fá fólk til að kjósa hana. Walz, sem er gamall ruðningsþjálfari notaði líkingar úr íþrótt sinni og sagði að nú væri kominn tími til að sækja hart fram, tommu fyrir tommu og sjá til þess að Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna. „Við munum skilja allt eftir á vellinum,“ sagði Tim Walz á sviðinu í Chicago í nótt og fékk salinn til að hrópa með sér, þegar við berjumst, þá vinnum við. Hann ræddi ár sín í hernum, sem ríkisstjóri og sýn hans á rétt til fóstureyðinga og byssulöggjafar. Óvæntur gestur gærvöldsins var síðan stórstjarnan Oprah Winfrey sem mætti á svðið og hélt kröftuga ræðu þar sem hún skaut á Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance. Hún hvatti alla Bandaríkjamenn sem skilgreina sig sem óháða og utan flokka, eins og hún sjálf gerir, til þess að kjósa Kamölu, sem hún segir að beri hag allra fyrir brjósti, í stað Donalds Trump sem hugsi aðeins um sjálfan sig. „Veljum sannleikann, veljum heiðurinn og veljum gleðina,“ sagði Ophra Winfrey. Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti mætti einnig og hélt tölu. Orðinn 78 ára, eins og hann minntist sjálfur á. „Og það eina sem ég vil monta mig á hér er að ég er samt yngri en Donald Trump,“ sagði Clinton. „Árið 2024 eigum við skýra valkosti: „Við fólkið“ gegn „Ég, um mig, frá mér, til mín“. Ég veit alveg hvort mér hugnast betur fyrir mína þjóð“. Demókratar hafa verið á miklu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur frá því að Harris tók við tilnefningu flokksins. Hún mælist nú með meira fylgi en Trump. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja hins vegar sumir að tvíeykið Harris og Walz gæti verið að toppa of snemma. Donald Trump muni á komandi vikum átta sig betur á veikleikum þeirra og nýta sér þá. Baráttan muni harðna umtalsvert um leið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira