Hart deilt um þúsund ára íslenskt leikfang Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 13:43 Mikið er deilt um hvaða dýr sé um að ræða. Aðsend Fornleifagröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið eins og í sögu þetta sumarið en þetta er fimmta og síðasta sumarið sem uppgröftur við bæinn fer fram. Fornleifafræðingur segir í samtali við Vísi að 700 til 800 gripir hafi fundist á svæðinu sem eru allir frá árinu 940 til ársins 1100. Einn gripur hefur vakið töluvert meiri athygli en aðrir en það er lítið leikfang sem fannst þann 13. ágúst. Fræðimenn jafnt og almenningur, sem hefur barið gripinn augum á Facebook-síðu hópsins, deila um hvaða dýr sé að ræða. Hundur, naut, bjarndýr, svín? Ragnheiður Traustadóttir, sem stýrir uppgreftrinum, telur líklegast að um svín sé að ræða eftir að hafa skoðað leikfangið gaumgæfilega. Flestir netverjar vilja þó meina að um sé að ræða íslenskan fjárhund eða jafnvel naut eða björn. „Þetta litla dýr er tálgað úr gjóskubergi. Sá sem fann þetta heitir Indriði Skarphéðinsson. Það er náttúrulega mikið um það hvaða dýr þetta er og sitt sýnist hverjum um það. Það er mikil umræðu um þetta og sumir ganga mjög hart að sannfæra okkur um að við höfum rangt fyrir okkur að halda því fram að þetta sé svín eða björn og vilja meina að þetta sé hundur.“ Ragnheiður bendir á að ef maður skoðar gripinn að framan þá sér maður að hann er ansi breitt trýni fyrir hund. „Þetta minnir meira á svín eða naut. Eða jafnvel björn. Menn þekkja björn á þessum tíma. Það er áhugavert hvaðan fólk kemur. Norðmenn sjá björn í þessu og fleiri útlendingar hafa sagt það eða villisvín.“ Fornleifargröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið vonum framar.Aðsend Fyrsti bangsinn? Ef þetta er skógarbjörn gæti þá mögulega verið um að ræða fyrsta bangsann hér á landi? „Já, ég er reyndar farinn að hallast að því að þetta sé lengst frá þeirri hugmynd núna. Ég persónulega hallast að því að þetta sé svín. Ég átti sjálf íslenskan hund í tólf ár og það er eitthvað við það að þegar þú heldur á gripnum, þá er eins og hann hafi ekki alveg verið búinn með bakhlutann. Það er ekki alveg eins og hann sé að búa til rófu. Síðan er kannski alveg eins flott að þetta sé íslenskur hundur og þá er þetta fyrsta myndin af íslenska hundinum.“ Barnið fékk kannski að velja Hún tekur fram að það sé skemmtilegt að fólk hafi skiptar skoðanir um hvað gripurinn sé eftirmynd af og fagnar allri umræðu um fornleifagröft. „Síðan er þetta steinn og það er einhver að tálga fyrir barn og þetta er kannski ekkert fullkomið. Þeir geta reyndar tálgað þennan stein vel og maður sér það á taflmönnunum að þeir geta alveg gert fínar línur. Kannski sat bara einhver þarna eitthvað vetrarkvöldið og tálgaði eitthvað dýr og rétti barninu og barnið fær bara að velja hvaða dýr þetta er.“ Fjöldinn allur af taflmönnum hefur fundist á svæðinu.Aðsend „Örugglega fyrsta spilavítið“ Að sögn Ragnheiðar hefur uppgröfturinn gengið verulega vel í sumar. „Þetta eru sem sagt tveir skálar sem liggja ofan á hvort öðrum og þetta hefur verið tímabilið 940 til 1100 og núna erum við komin niður í eldri skálann. Það er aðeins minni skáli en það er jafn mikið af gripum í þeim báðum. Það sem er mjög óvenjulegt við þennan uppgröft er hvað við erum að finna mikið.“ Mest hafa þau fundið af taflmönnum en allt í allt eru þau búin að finna 94 taflmenn. Ragnheiður segir þetta vera augljóst merki um að fólk hafi setið lúsiðið við spil þarna á bæ á köldum og dimmum vetrardögum. „Þau fundu sjö í gær og fjóra í fyrradag. Þetta er örugglega fyrsta spilavítið. Nei djók. Menn hafa setið þarna á vetrarkvöldum og tálgað taflmenn. Þetta heita í raun og veru töflur. Væntanlega hefur verið hægt að spila fleiri spil en hnefatafl með þessu. Þetta er alveg einstakt.“ Austfirðingar kannski mjög ríkir Aðrir munir sem hafa fundist á svæðinu eru 60 snældusnúðar, nokkrir lampar úr klébergi, 140 perlur og 200 brýni en þau finna um tuttugu gripi á dag á svæðinu. „Þetta mun bæta við mikilli þekkingu um efnismenninguna og gaman að bera saman við aðra skála sem hafa verið grafnir upp og velta fyrir sér af hverju það er svona mikið þarna. Það má velta fyrir sér hvort að Austfirðingar hafi verið bara frekar ríkir og ekki hirðusamir. Þetta er sambærilegt við annan bæ á Stöðvarfirði.“ Fyrir hópinn tekur nú við tvo ár af úrvinnslu af húsakostinum og gripum sem hafa fundist og er það óskandi að hægt verði að sýna gripina á Austurlandi og mögulega Þjóðminjasafninu. Börn og uppeldi Fornminjar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Einn gripur hefur vakið töluvert meiri athygli en aðrir en það er lítið leikfang sem fannst þann 13. ágúst. Fræðimenn jafnt og almenningur, sem hefur barið gripinn augum á Facebook-síðu hópsins, deila um hvaða dýr sé að ræða. Hundur, naut, bjarndýr, svín? Ragnheiður Traustadóttir, sem stýrir uppgreftrinum, telur líklegast að um svín sé að ræða eftir að hafa skoðað leikfangið gaumgæfilega. Flestir netverjar vilja þó meina að um sé að ræða íslenskan fjárhund eða jafnvel naut eða björn. „Þetta litla dýr er tálgað úr gjóskubergi. Sá sem fann þetta heitir Indriði Skarphéðinsson. Það er náttúrulega mikið um það hvaða dýr þetta er og sitt sýnist hverjum um það. Það er mikil umræðu um þetta og sumir ganga mjög hart að sannfæra okkur um að við höfum rangt fyrir okkur að halda því fram að þetta sé svín eða björn og vilja meina að þetta sé hundur.“ Ragnheiður bendir á að ef maður skoðar gripinn að framan þá sér maður að hann er ansi breitt trýni fyrir hund. „Þetta minnir meira á svín eða naut. Eða jafnvel björn. Menn þekkja björn á þessum tíma. Það er áhugavert hvaðan fólk kemur. Norðmenn sjá björn í þessu og fleiri útlendingar hafa sagt það eða villisvín.“ Fornleifargröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið vonum framar.Aðsend Fyrsti bangsinn? Ef þetta er skógarbjörn gæti þá mögulega verið um að ræða fyrsta bangsann hér á landi? „Já, ég er reyndar farinn að hallast að því að þetta sé lengst frá þeirri hugmynd núna. Ég persónulega hallast að því að þetta sé svín. Ég átti sjálf íslenskan hund í tólf ár og það er eitthvað við það að þegar þú heldur á gripnum, þá er eins og hann hafi ekki alveg verið búinn með bakhlutann. Það er ekki alveg eins og hann sé að búa til rófu. Síðan er kannski alveg eins flott að þetta sé íslenskur hundur og þá er þetta fyrsta myndin af íslenska hundinum.“ Barnið fékk kannski að velja Hún tekur fram að það sé skemmtilegt að fólk hafi skiptar skoðanir um hvað gripurinn sé eftirmynd af og fagnar allri umræðu um fornleifagröft. „Síðan er þetta steinn og það er einhver að tálga fyrir barn og þetta er kannski ekkert fullkomið. Þeir geta reyndar tálgað þennan stein vel og maður sér það á taflmönnunum að þeir geta alveg gert fínar línur. Kannski sat bara einhver þarna eitthvað vetrarkvöldið og tálgaði eitthvað dýr og rétti barninu og barnið fær bara að velja hvaða dýr þetta er.“ Fjöldinn allur af taflmönnum hefur fundist á svæðinu.Aðsend „Örugglega fyrsta spilavítið“ Að sögn Ragnheiðar hefur uppgröfturinn gengið verulega vel í sumar. „Þetta eru sem sagt tveir skálar sem liggja ofan á hvort öðrum og þetta hefur verið tímabilið 940 til 1100 og núna erum við komin niður í eldri skálann. Það er aðeins minni skáli en það er jafn mikið af gripum í þeim báðum. Það sem er mjög óvenjulegt við þennan uppgröft er hvað við erum að finna mikið.“ Mest hafa þau fundið af taflmönnum en allt í allt eru þau búin að finna 94 taflmenn. Ragnheiður segir þetta vera augljóst merki um að fólk hafi setið lúsiðið við spil þarna á bæ á köldum og dimmum vetrardögum. „Þau fundu sjö í gær og fjóra í fyrradag. Þetta er örugglega fyrsta spilavítið. Nei djók. Menn hafa setið þarna á vetrarkvöldum og tálgað taflmenn. Þetta heita í raun og veru töflur. Væntanlega hefur verið hægt að spila fleiri spil en hnefatafl með þessu. Þetta er alveg einstakt.“ Austfirðingar kannski mjög ríkir Aðrir munir sem hafa fundist á svæðinu eru 60 snældusnúðar, nokkrir lampar úr klébergi, 140 perlur og 200 brýni en þau finna um tuttugu gripi á dag á svæðinu. „Þetta mun bæta við mikilli þekkingu um efnismenninguna og gaman að bera saman við aðra skála sem hafa verið grafnir upp og velta fyrir sér af hverju það er svona mikið þarna. Það má velta fyrir sér hvort að Austfirðingar hafi verið bara frekar ríkir og ekki hirðusamir. Þetta er sambærilegt við annan bæ á Stöðvarfirði.“ Fyrir hópinn tekur nú við tvo ár af úrvinnslu af húsakostinum og gripum sem hafa fundist og er það óskandi að hægt verði að sýna gripina á Austurlandi og mögulega Þjóðminjasafninu.
Börn og uppeldi Fornminjar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent