Innlent

Á­fall fyrir allt sam­fé­lagið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Norðfjarðarkirkja er í Neskaupstað.
Norðfjarðarkirkja er í Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Í kvöld fer fram minningarstund í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað í kjölfar banaslyss við Hálslón á mánudag þegar maður varð fyrir voðaskoti. Presturinn segir mikilvægt að ná sem best utan um samfélögin fyrir austan. 

Maðurinn sem lést var á fertugsaldri og hafði verið á gæsaveiðum. Hann var búsettur á Austurlandi og með rætur í mörgum bæjarfélögum þar.

Í gærkvöldi var haldin fjölmenn og falleg kyrrðarstund í Heydalakirkju í Breiðdal og í kvöld klukkan sex verður haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað.

Í samtali við fréttastofu segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur Austfjarðaprestakalls, að kirkjan hafi einnig verið opin í gær og prestar boðið þar upp á samtöl við þau sem eiga um sárt að binda.

Hún segir samfélagið á Austurlandi vera í sameiningu að takast á við þetta mikla áfall og vinna úr því. Þetta sé þungbært fyrir alla á svæðinu. Sérstaklega er hugað að þeim sem næst standa, fjölskyldunni, ættingjum og vinum. Samhygð sé mikil og sorg yfir stöðunum á svæðinu.


Tengdar fréttir

Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum

Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots.

Lést í slysi við Hálslón

Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×