Skytturnar nýttu sér færaklúður Aston Villa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leandro Trossard braut ísinn fyrir Arsenal.
Leandro Trossard braut ísinn fyrir Arsenal. Shaun Botterill/Getty Images

Arsenal vann sterkan 2-0 útisigur er liðið sótti Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gestirnir í Arsenal voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins, en það voru heimamenn í Aston Villa sem voru meira í því að skapa sér færi framan af leik.

Ollie Watkins fékk til að mynda algjört dauðafæri á 36. mínútu, en setti boltann framhjá, og í síðari hálfleik þurfti David Raya að hafa sig allan við til að verja skot frá Amadou Onana áður en hann varði svo aftur frá Ollie Watkins sem hafði tekið frákastið.

Það voru svo gestirnir frá Lundúnum sem urður fyrri til að brjóta ísinn. Leandro Trossard kom Skyttunum þá í forystu á 67. mínútu, aðeins um tveimur mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamður.

Thomas Partey bætti svo öðru marki gestanna við tíu mínútum síðar og þar við sat. Niðurstaðan því 2-0 sigur Arsenal sem enn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki, líkt og Brighton og Manchester City. Aston Villa er hins vegar með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira