Sport

Ó­trú­legt hundrað metra hlaup sex­tán ára stráks vekur mikla at­hygli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óhætt er að leggja nafn Gouts Gout á minnið.
Óhætt er að leggja nafn Gouts Gout á minnið.

Myndband af mögnuðum spretti hins sextán ára Gout Gout hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Á meistaramóti í Queensland í Ástralíu hljóp Gout hundrað metrana á 10,2 sekúndum. Hlaupið var jafnt fyrstu fjörutíu metrana eða svo en síðan setti Gout í annan gír og kom langfyrstur í mark.

Myndband af hlaupinu má sjá hér fyrir neðan.

Þess má geta að Noah Lyles varð Ólympíumeistari í hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Þeir Kishane Thompson voru jafnir í mark en Lyles náði að skjóta bringunni á sér fram fyrir Jamaíkumanninn.

Usain Bolt á heimsmetið í hundrað metra hlaupi en það er 9,58 sekúndur.

Foreldrar Gouts eru frá Suður-Súdan en þau fluttust til Ástralíu tveimur árum áður en hann fæddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×