Arne Slot ætlaði ekki að vera svona harðorður um Quansah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 18:00 Jarell Quansah var í byrjunarliði Liverpool í fyrsta leik tímabilsins en var síðan tekinn af velli í hálfleik á móti Ipswich Town. Getty/Bradley Collyer Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var á blaðamannafundi í dag spurður út í ákvörðun sína að taka Jarell Quansah af velli í hálfleik á móti Ipswich. Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024 Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira