Enski boltinn

Arnór skoraði sigur­mark Blackburn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Sigurðsson var hetja Blackburn Rovers í dag.
Arnór Sigurðsson var hetja Blackburn Rovers í dag. getty/Lee Parker

Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins.

Arnór kom inn á sem varamaður á 76. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann sigurmark Blackburn. Hann fékk boltann þá vinstra megin í vítateig Oxford og setti hann í stöng og inn.

Blackburn hefur farið vel af stað í ensku B-deildinni og er í 3. sæti hennar með sjö stig eftir þrjá leiki.

Sveitungi Arnórs, Stefán Teitur Þórðarson, var í byrjunarliði Preston sem vann Luton Town með einu marki gegn engu á Deepdale. Stefán Teitur var tekinn af velli þegar sextán mínútur voru til leiksloka.

Þetta var fyrsti sigur Preston á tímabilinu. Liðið er með þrjú stig í 18. sæti deildarinnar.

Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður hjá Birmingham City sem sigraði Leyton Orient, 1-2, á útivelli í ensku C-deildinni. Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekk Birmingham sem er með sjö stig í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×