Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 17:03 Skálarnir við Drekagil í morgun. Gígur gestastofa Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. „Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna. Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
„Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna.
Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira