Enski boltinn

Trippier vill komast frá Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kieran Trippier hefur leikið 92 leiki fyrir Newcastle United síðan hann kom til félagsins í ársbyrjun 2022.
Kieran Trippier hefur leikið 92 leiki fyrir Newcastle United síðan hann kom til félagsins í ársbyrjun 2022. getty/Serena Taylor

Enski landsliðsmaðurinn Kieran Trippier vill yfirgefa Newcastle United í leit að meiri spiltíma.

Trippier sat allan tímann á varamannabekknum þegar Newcastle sigraði Southampton, 1-0, í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. 

Hann virðist ekki lengur vera fyrsti kostur Eddies Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, í stöðu hægri bakvarðar hjá liðinu. Tino Livramento spilaði þar gegn Newcastle.

Trippier hefur meðal annars verið orðaður við Everton sem hans gamli stjóri hjá Burnley, Sean Dyche, stýrir.

Trippier á tvö ár eftir af samningi sínum við Newcastle. Hann kom til liðsins frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum.

Hinn 33 ára Trippier spilaði sex af sjö leikjum Englands á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann hefur leikið 54 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×