Mikinn dökkan reyk lagði yfir Stokkseyri frá eldinum en hvasst er í veðri á Suðurlandi þessa stundina. Tilkynning um hann barst slökkviliði klukkan 17:15 og var lið frá Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði sent á staðinn.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóra brunavarna Árnessýslu, segir að eldurinn hafi komið upp í véla- og tækjaskemmu. Enginn var inni í skemmunni en eigandi var á staðnum. Pétur segir að altjón hafi orðið. Auk tækja sem voru inni í skemmunni skemmdist eitthvað af tækjum í kringum hana.
Fréttin verður uppfærð.