Handbolti

Átti ekkert svar við skjótum við­brögðum Gísla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson er ekki bara fljótur á fótunum eins og hann sýndi í viðbragðskeppni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er ekki bara fljótur á fótunum eins og hann sýndi í viðbragðskeppni. Lars Baron//Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er fljótur á fótunum og fljótur að hugsa. Handahreyfingarnar eru ekkert síðri heldur.

Þetta sýndi okkar maður og sannaði í skemmtilegri viðbragðskeppni við Tobias Reichmann, leikmann Füchse Berlin.

Lið þeirra SC Magdeburg og Füchse Berlin mætast í þýska Ofurbikarnum 31. ágúst næstkomandi sem er fyrsti leikur tímabilsins í þýska handboltanum.

Magdeburg vann tvöfalt á síðustu leiktíð og er því bæði meistari og bikarmeistari. Füchse fær að taka þátt í þessari meistarakeppni þar sem liðið endaði í öðru sæti í þýsku deildinni.

Í tilefni af þessum komandi upphafsleik tímabilsins voru Gísli og Tobias fengnir í smá keppni.

Þar var kannað hvor þeirra var fljótari að bregðast við og taka boltann. Þeir byrjuðu með hendurnar fyrir aftan bak og urðu síðan að vera fljótari að ná í boltann þegar kallið kom.

Gísli fór á kostum í keppninni eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×