Innlent

Vaktin: Grind­víkingar fá að snúa aftur

Hólmfríður Gísladóttir, Gunnar Reynir Valþórsson, Lovísa Arnardóttir, Rafn Ágúst Ragnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar.
Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar. Mynd/Almannavarnir/Björn Oddsson

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu.  Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er.

Virknin var mikil í fyrstu en verulega dró úr henni eftir klukkan fjögur í nótt. Gasmengun frá eldgosinu mun berast til suðurs og suðausturs í dag og á morgun.

Lögreglan ræður fólki frá því að ganga að svæðinu en mikill áhugi hefur verið á gosinu. Búið er að lækka hámarkshraða á milli Grindavíkurvegar og Vogavegar í 50 kílómetra á klukkustund. Lögregla ræður fólki frá því að stöðva í vegkanti til að horfa á eldgosið.

Búið er að loka vaktinni í dag. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×