Gossprungan að lengjast til sex í morgun Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 11:26 Magnús Tumi fór í eftirlitsflug í gær þegar gosið hófst. Myndin er tekin að því loknu. Vísir/Sigurjón Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið hafa vaxið jafnt og þétt í fyrstu klukkutímana. Meira en hálfur sólarhringur er nú frá því það hófst klukkan 21:6 í gærkvöldi. „Svo var sprungan að lengjast alveg þangað til klukkan um sex í morgun. Heildarlengd gossprungunnar var um sjö kílómetrar,“ segir Magnús Tumi. Gossprungan hafi þó ekki verið öll virk í einu og að munurinn á þessu gosi og hinum sé að virknin sé norðar og að hún hafi dáið snemma út nærri Grindavík og byggðin þar því ekki í hættu. „Það er enn töluvert hraunrennsli en það hefur dregið mikið úr eins og gerir alltaf fyrstu klukkutímana.“ Hann segir enn óljóst hversu langt hraunið muni renna en það verði metið í hádeginu þegar jarðvísindamenn fljúga yfir svæðið í þyrlu Landhelgisgæskunnar. Í stórum dráttum virðist gosið vera að þróast á sömu leið og þau fyrri. „Það dregur úr en þetta er töluvert miklu norðar, og það er stóri munurinn,“ segir Magnús Tumi. Gossprungurnar sem opnuðust í gær og í nótt voru tvær.Vísir/Grafík Það sé orðið þröngt sunnantil og því hafi virknin færst norðar í þetta sinn. „Þess vegna erum við að sjá annan atburð og miklu lengra frá öllum innviðum slíkum.“ Magnús Tumi segir alla innviði örugga eins og stendur en mögulega gæti hraun runnið yfir kaldavatnslögn HS Orku en ekkert víst að það gerist. Hraunið fari hægt yfir og hafi til dæmis ekki náð Grindavíkurvegi. Eftir því sem líður á daginn verði hægt að sjá betur hvernig þetta muni þróast en við fyrstu sýn virðist gosið haga sér eins og fyrri gos. Óvíst með lengd Hann segir ekki hægt að vera viss um neitt með tímalengd. Það geti verið eins og fyrri gos og varið í stuttan tíma en alveg eins líklegt sé að það verði eins og tvö síðustu sem vörðu í nokkrar vikur. „Þá var hraunrennsli í nokkurn tíma en hraunrennslið sem er í þessum seinni hluta gossins bara brotabrot af því sem er í upphafi. Það er hundraðfaldur munur á því sem kemur fyrstu klukkutímana og það sem kemur seinna. Það er ekki hægt að gefa sér neitt í þessu en þetta er mun skárri sviðsmynd en var í síðasta gosi,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi flætt meðfram Grindavík og orkuverinu í Svartsengi og hraunrennslið ógnað innviðum en runnið meðfram varnargörðunum. Hraunið sé núna langt frá innviðum og varnargörðum. Hvað varðar samanburð við síðasta gos segir Magnús Tumi ekki eins mikinn mun á landrisinu á gosi í mars og í maí. Það hafi verið, hlutfallslega, búið að safnast miklu meira þá en á milli gossins núna og maí. Hann segir vísindamenn ekki sjá mikinn mun á þessu gosi og því síðasta. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í morgun að það væri að draga úr hraunrennsli en að eldgosið væri ekki búið að ná jafnvægi. Magnús Tumi segir enn vera að draga úr og það megi búast við því áfram. Óljóst sé hvort það slökkni á því eftir það eða hvort því fylgi langur hali. „Það sem aðallega kemur út úr þessu er að við sjáum engin merki um að þessari atburðarás sé að ljúka. Það er ekki enn þá komið neitt fram sem segir að þessu sé nú að ljúka. Við erum þannig í miðri ánni að vaða yfir hana,“ segir Magnús Tumi og að það sé engin leið að segja til um það hvort þetta verði síðasta gosið eða ekki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. 23. ágúst 2024 10:39