Lífið

Myndaveisla: Suð­ræn stemning og hlátra­sköll

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Líf og fjör var á frumsýningu gamanþáttanna Flamingo bar í Bíó paradís í gærkvöldi.
Líf og fjör var á frumsýningu gamanþáttanna Flamingo bar í Bíó paradís í gærkvöldi. Gotti B.

Íslenska gamanþáttaröðin Flamingo bar var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning meðal gesta sem voru hvattir til að mæta í sumarlegum klæðnaði.

Flamingo bar er ný gamanþáttasería sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Um er að ræða sex þátta seríu sem er víst bæði sprenghlægileg og með hjarta.

Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast vinunum Bjarka og Tinnu Olsen sem tóku ákvörðun um að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn. Ásamt breyskum starfsmönnum ætla þau að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við. Vafasamir fastagestir, óvæntar uppákomur og gestir gera þeim lífið leitt. 

Leikstjórar þáttanna eru Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir, sem skrifuðu einnig handrit þeirra ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto. 

Með aðalhlutverk fara Björk Guðmundsdóttir, Thelma Huld, Bjarni Snæbjörnsson, Björk Guðmundsdóttir og Vilhelm Neto. 

Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttunum:

Litríkur klæðnaður og suðræn stemning

Líf og fjör var á frumsýningunni og við látum myndirnar tala sínu máli:

Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.
Gotti B.

Tengdar fréttir

15 íslenskar þáttaraðir á Stöð 2 í haust

Haustdagskrá Stöðvar 2 lítur brátt dagsins ljós þar sem 15 innlendar þáttaraðir verða frumsýndar, ýmist vinsælar þáttaraðir sem snúa aftur eða glænýtt efni af ýmsum toga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×