Arne Slot ætlaði ekki að vera svona harðorður um Quansah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 18:00 Jarell Quansah var í byrjunarliði Liverpool í fyrsta leik tímabilsins en var síðan tekinn af velli í hálfleik á móti Ipswich Town. Getty/Bradley Collyer Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var á blaðamannafundi í dag spurður út í ákvörðun sína að taka Jarell Quansah af velli í hálfleik á móti Ipswich. Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira