Við ræðum við Víði Reynisson hjá Almannavörnum og Magnús Tuma Guðmundsson prófessor sem fara yfir stöðuna á þessu gosi sem er það áttunda í röðinni á Reykjanesi.
Að auki verður rætt við forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð en röð áfalla hefur dunið yfir samfélagið þar að undanförnu.
Einnig fjöllum við um baráttuna um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og segjum frá veikindum í fjallaskála.
Í íþróttunum er það svo stórsigur Víkinga í gærkvöldi sem verður til umfjöllunar, ásamt öðru.