Innlent

Veður­stofan hefur litlar á­hyggjur af hlaupinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd af fyrra Skaftárhlaupi.
Mynd af fyrra Skaftárhlaupi. Vísir/RAX

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir litlar breytingar hafa orðið á vatnsmagni í Skaftá í nótt og að það hafi haldist svipað undanfarna daga. Smá hækkun hafi orðið í nótt en hún verið minniháttar.

Hlaupið sé ekki á þeim skala að það sé tilefni til nokkurra áhyggja en 20. ágúst er talið að hlaupið hafi úr Vestari Skaftárkatli þó er það ekki staðfest. Salóme segir hlaupið munu verða í hámarki nú í einhverja daga.

Svo fremur sem ekkert breytist búumst við við því að sjá hærri vatnshæð núna og svo fari þetta að sjatna. Það er langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×