Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:00 Sindri og Heimir ræddu ferilinn og ævina yfir kaffibolla. Vísir Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Heimir fór yfir langan feril og litríka ævi með Sindra og rifjar meðal annars upp æskuárin fyrir vestan. Hann var, að hans sögn, dálítið hættulegt barn. „Á Ísafirði varðstu að vera þannig að annað hvort varstu sá sem fólk var hrætt við eða þú varst hræddur við fólk. Þannig að ég var dálítið hættulegt barn. Ég var ekkert hræddur við að slá frá mér. Ef ég hafði á tilfinningunni að einhver ætlaði að ybbast upp á mig þá lamdi ég hann áður en honum tókst að gera það,“ sagði Heimir. Langaði alltaf í börn Heimir segist alltaf hafa langað börn og að hann hafi átt von á barni með fyrrverandi kærustu sinni en þau misstu fóstrið skömmu áður en hann kom út úr skápnum. Hann leggi ekki í það í dag. „En ég hef mjög gaman að börnum. Ég næ góðu sambandi við börn. Þau eru svo miklir heimspekingar, krakkar,“ sagði hann. Sindri spurði Heimi hvort það væri hans stærsta eftirsjá, að hafa aldrei eignast börn, en því svaraði Heimir neitandi. Eina sem hann sér verulega eftir er að hafa byrjað að reykja. „Eins og mér þykir nú gott að reykja þegar ég geri það.“ Nokkrir stjórnmálamenn standa upp úr Heimir er í grunninn „vinstrikall“ en segir þó að fólk í öllum flokkum sé ágætt og meingallað í senn eins og aðrir. Sindri spurði Heimi hvort hann ætti sér einhverja uppáhalds stjórnmálamenn í gegnum árin. „Ég hef mjög gaman að Sigmundi Davíð. Hann er svo mælskur. Það er rosa gaman að taka viðtöl við hann og auðvelt að klippa hann,“ sagði Heimir. „Það var líka mjög gaman að Guðna Ágústsyni. Hann hefur húmor og er kíminn. Davíð Oddsson var auðvitað ofboðslega litríkur stjórnmálamaður. Það var aldrei leiðinlegt sem fréttamaður að vera í kringum hann þegar hann var í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir er í uppáhaldi líka. Hún er svo hrein, hún Magga. Margrét var stjórnmálamaður hjartans og hún var svo street-wise og klár. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði aldrei orðið þessi sameining fjögurra flokka.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Fjölmiðlar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira