Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Eiður Þór Árnason skrifar 23. ágúst 2024 14:38 Skrifstofa Eikar fasteignafélags er í Sóltúni 26. Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33
Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36