Innherji

Lang­i­sjór er með tólf millj­arð­a stöð­u í Eik og mun gera yf­ir­tök­util­boð

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Gunnar Þór Gíslason er á meðal hluthafa Langasjávar.
Gunnar Þór Gíslason er á meðal hluthafa Langasjávar. Samsett

Langisjór, sem meðal annars á leigufélagið Ölmu, Mata og sælgætisgerðina Freyju, mun gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik eftir að hafa eignast ríflega 30 prósenta hlut í fasteignafélaginu. Við það myndast yfirtökuskylda lögum samkvæmt. Markaðsvirði hlutarins er um tólf milljaðar króna.


Tengdar fréttir

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á ­fjár­­festum sem veiti aðhald

Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×