Óvissustig vegna rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 18:15 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vegurinn er lokaður að Hrauni vegna grjóthruns. Myndin er úr safni. Skjáskot/Stöð 2 Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna mikillar rigningar og aukinnar hættu á skriðuföllum á Tröllaskaga. Hluta Siglufjarðarvegur hefur verið lokað vegna grjóthruns. Úrhellisrigning er á Tröllaskaga og á norðanverðu landinu. Á Siglufirði hefur mælst 150 millímetra úrkoma síðasta sólarhringinn. Vatn flæddi vinn í nokkur hús á Eyrinni þar í morgun. Áfram er spáð rigningu fram á morgundaginn en þá að að draga úr ákefðinni, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Skriðuhætta verður áfram viðvarandi, jafnvel eftir að rigningunni slotar. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna rigningarinnar og skriðuhættunnar. Ákvörðunin var tekin eftir fund almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra með aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra og Veðurstofunni. Vegagerðin hefur nú lokað Siglufjarðarvegi frá Hrauni að Strákagöngum vegna grjóthruns þar. Hjáleið er um Lágheiði. Tilkynnt hefur verið um grjóthrun og aurskriður utan við Suðureyri í Súgandafirði, í Tungudal við Ísafjörð, í Breiðadal í Önundarfirði, tvær skriður í Siglufirði, nokkrar skriður og grjóhrun á Siglufjarðarveg og tvær skriður í Strandarhreppi samkvæmt Veðurstofunni. Ekkert tjón hefur orðið á innviðum eða húsum vegna þessa. Almannavarnir Fjallabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Úrhellisrigning er á Tröllaskaga og á norðanverðu landinu. Á Siglufirði hefur mælst 150 millímetra úrkoma síðasta sólarhringinn. Vatn flæddi vinn í nokkur hús á Eyrinni þar í morgun. Áfram er spáð rigningu fram á morgundaginn en þá að að draga úr ákefðinni, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Skriðuhætta verður áfram viðvarandi, jafnvel eftir að rigningunni slotar. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna rigningarinnar og skriðuhættunnar. Ákvörðunin var tekin eftir fund almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra með aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra og Veðurstofunni. Vegagerðin hefur nú lokað Siglufjarðarvegi frá Hrauni að Strákagöngum vegna grjóthruns þar. Hjáleið er um Lágheiði. Tilkynnt hefur verið um grjóthrun og aurskriður utan við Suðureyri í Súgandafirði, í Tungudal við Ísafjörð, í Breiðadal í Önundarfirði, tvær skriður í Siglufirði, nokkrar skriður og grjóhrun á Siglufjarðarveg og tvær skriður í Strandarhreppi samkvæmt Veðurstofunni. Ekkert tjón hefur orðið á innviðum eða húsum vegna þessa.
Almannavarnir Fjallabyggð Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira