Fótbolti

Jóhann Berg spilaði fyrsta leikinn gegn stjörnunum í Al Ahli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn til Sádi-Arabíu eftir að hafa leikið á Englandi í áratug.
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn til Sádi-Arabíu eftir að hafa leikið á Englandi í áratug. getty/Jose Breton

Í morgun var greint frá því að Jóhann Berg Guðmundsson væri genginn í raðir Al Orubah frá Burnley. Í kvöld lék hann svo sinn fyrsta leik fyrir sádi-arabíska félagið.

Al Orubah sótti Al Ahli heim í 1. umferð sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar í kvöld og laut í lægra haldi, 2-0.

Abdulkarim Darisi og Roberto Firmino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoruðu mörk Al Ahli. Meðal annarra þekktra leikmanna Al Ahli má nefna Franck Kessie, Riyad Mahrez, Edouard Mendy og Merih Demiral.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Al Orubah en var tekinn af velli undir lok leiks.

Al Orubah eru nýliðar í sádi-arabísku deildinni. Liðið er aðallega skipað heimamönnum.


Tengdar fréttir

Jóhann kynntur til leiks í Sádi-Arabíu

Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Jóhann Berg Guðmundsson, er orðinn leikmaður Al Orobah í Sádi-Arabíu. Þetta staðfesti félagið með myndbandstilkynningu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×