Fótbolti

Styttist í endur­fundi hjá Lukaku og Conte

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku og Antonio Conte verða að öllum líkindum sameinaðir hjá Napoli áður en langt um líður.
Romelu Lukaku og Antonio Conte verða að öllum líkindum sameinaðir hjá Napoli áður en langt um líður. getty/Mattia Ozbot

Napoli færist nær því að kaupa belgíska framherjann Romelu Lukaku frá Chelsea.

Antonio Conte, nýr knattspyrnustjóri Napoli, þekkir vel til Lukakus en hann lék undir hans stjórn hjá Inter á árunum 2019-21. Conte vill ólmur fá Lukaku til Napoli og svo virðist sem sú ósk hans rætist.

Chelsea keypti Lukaku aftur 2021 fyrir tæplega hundrað milljónir punda en hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í maí 2022. Hann var lánaður til Inter tímabilið 2022-23 og til Roma á síðasta tímabili.

Leikmannahópur Chelsea telur yfir fjörutíu leikmenn og forráðamenn félagsins freista þess að grisja hann áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðarmótin.

Napoli steinlá fyrir Verona, 3-0, í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×