Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 20:07 Hljómsveitin Blær, sem hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Hljómsveitin Blær hefur komið við á nokkrum stöðum í sumar og látið ljós sitt skína með skemmtilegum hljóðfæraleik og söng þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki en önnur skemmtileg hljóðfæri eru líka með eins og saxófónn. Hér er hljómsveitin að spila á Sólheimum í Grímsnesi en í dag á menningarnótt voru þau að spila fjöruga danstónlist í Vélasalnum á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Hljómsveitin spilar allskonar lög. „Það eru bæði Bítlarnir og Stuðmenn og ég veit ekki hvað og hvað, Gylfi Ægisson og allir endurvaknir. Við erum mest ellismellir og svo nokkur börn hérna líka í hljómsveitinni,” segir Elísabet Halldóra Einarsdóttir, sem er í forsvari fyrir hljómsveitina en sjálf spilar hún á nikku og syngur. En er ekki gaman að koma svona saman og spila og syngja? „Jú, ég byrjaði á því að stofna þessa hljómsveit í Covidinu og það var svo skemmtilegt og svo höfum við bara haldið áfram síðan 2021 held ég.” Elísabet Halldóra Einarsdóttir, harmoníkuleikari og söngvari bandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elísabet segir að hljómsveitin sé töluvert bókuð næstu vikurnar og mánuði en það megi alltaf bæta eins og einu gikki við. Formaður Félags harmónikkuunnenda segir að vinsældir harmonikkurnar hafi sjaldan eða aldrei verið eins miklar og núna. „Það er ungt fólk, sem er að taka hana trausta taki. Það eru ungir strákar með hljómsveitir til dæmis fyrir norðan, sem kallast “Norðlensku molarnir”. Þeir eru búnir að vera að spila í allt sumar og þetta er bara uppgangur alls staðar, hvar sem er,” segir Gylfi Björgvinsson. Af hverju heldur þú að þetta sé orðið svona vinsælt hljóðfæri? „Harmoníkuleikarar eru bara að verða betri og betri og þeir eru bara að gera góða hluti. Svo verða náttúrulega nikkurnar alltaf betri og betri líka og ég held að þetta sé bara samtvinnandi áhrif,” segir Gylfi, sem er formaður Félags harmónikkuunnenda. Gylfi Björgvinsson, formaður Félags harmonikkuunnendaMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Menningarnótt Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira