Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 12:01 Reykjavíkurborg/Vilhelm Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Hún hefði viljað sjá erindi hennar tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar áður en það komst í opinbera umræðu fjölmiðla. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kolbrún birti bréf Ástu opinberlega á Facebook-síðu Flokk fólksins í Reykjavík fyrr í dag. Í bréfi Ástu er Hjálmar sakaður um einelti gagnvart fulltrúum Flokk fólksins og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Ásta segist þó vonast til að bréf hennar og umfjöllun um málið verði til að eineltismenning og ofbeldi innan borgarstjórnar verði stöðvað. Kolbrún hefur ekki trú á að málið verði tekið alvarlega „Ég hefði viljað að þetta færi í þennan eðlilega feril að forseti borgarstjórnar myndi taka við þessari kvörtun og þetta færi fyrir forsætisnefnd sem er aðili sem á að taka við þessu máli og vinna úr því. Ég hefði viljað gefa þeim tækifæri til að gera það fyrst. Ég hefði talið það eðlilegra,“ segir Ásta. Kolbrún sagði í Facebook-færslu sinni að hún hefði ekki trú á að tekið yrði á málinu af neinni alvöru í forsætisnefnd og vísaði til fyrri reynslu af álíka málum. Þá tók hún sérstaklega fram að það væri ekki mikið í gert í svona málum er varða minnihlutafulltrúa. Kominn tími til að stöðva svona framkomu Spurð hvort henni finnist það ófaglegt að Kolbrún hafi birt bréfið í sinni óþökk segist Ásta skilja hana að einhverju leyti. „Ég bað Kolbrúnu um að bíða og leyfa þessu að fara réttar boðleiðir fyrst áður en þetta færi út fyrir borgarstjórn. Ég skil hana, ég hef sjálf verið skotmark eineltis af hendi stofnunar. Það er svo sem ekkert góð líðan að lenda í því. Ég skil hana að mörgu leyti en mér finnst þetta ekki rétt svona.“ Ásta segist þó vongóð um að erindi hennar hafi jákvæð áhrif innan borgarstjórnar og að hún ætli að halda áfram að berjast gegn ofbeldi þar sem hún getur. „Í pólitík þá erum við ekkert alltaf sammála og það er allt í lagi, en að hjóla í manninn í staðinn fyrir málefnið er ekki réttlætanlegt. Það er bara til þess fallið að fólki líði illa. Það á ekki að eiga sér stað en því miður þá gerist það öðru hvoru og það er bara kominn tími til að við skoðum það og bregðumst við því.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira