Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. ágúst 2024 12:32 Blómum og kertum hefur verið safnað saman í Solingen fyrir þau sem særðust og létust í árásinni. DPA/Thomas Banneyer Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent