Innlent

Al­var­legt slys er ís­hellir hrundi í Breiða­merkur­jökli

Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Ljósmynd frá slysstað, björgunarsveitarfólk er mætt á vettvang. 
Ljósmynd frá slysstað, björgunarsveitarfólk er mætt á vettvang.  Vísir/Rax

Íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli fyrr í dag og er fólk fast inni í hellinum. Tilkynnt var um slysið um klukkan 15 í dag.

Þetta staðfestir Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um þrír til fjórir slasaðir. 25 manna hópur var í skipulagðri ferð með fararstjóra þegar hellirinn hrundi og urðu fjórir aðilar undir ísfargi. Tveimur hefur verið bjargað undan ísnum og eru þeir illa haldnir en tveggja er enn leitað.

„Það er eitthvað af fólki fast inni í hellinum,“ sagði Þorsteinn og bætti við að óvíst væri að svo stöddu hve margir væru slasaðir. Hann tók fram að lögreglan vinni nú að því að ná utan um málið á meðan að viðbragðsaðilar eru á leiðinni og að um alvarlegt slys sé að ræða.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru gerðar út á vettvang ásamt sjúkraflugvél, lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. 

Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni.

Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×