Innlent

Aur­skriður og menningarnæturtónleikar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Aurskriður féllu á þrjú heimili á Húsavík í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt.

Gist var í um þrjátíu húsum í Grindavík í nótt. Eldgosið hefur náð jafnvægi og skjálftavirkni lítil. Gróðreldar loga á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri.

Fimmtán ára drengur er í haldi þýsku lögreglunnar í tengslum við hnífaárás. Þrír voru drepnir og minnst átta slösuðust.

Þá heyrum við í barnamálaráðerra um gagnrýni umboðsmanns barna, verðum í beinni útsendingu frá menningarnótt og hittum harmonikkusnilling.

Þetta og fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×