Leitar vitna vegna ógnandi tilburða óþolinmóðs ökumanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 22:28 Sandra Rós segir fólk ekki mega komast upp með slíka hegðun. Vísir/Samsett Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var í dag í brautarvörslu á Seltjarnarnesi vegna Reykjavíkurmaraþonsins þegar óþolinmóður bílstjóri ók utan í hana með þeim afleiðingum að eitthvað small í hnénu á henni. Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“ Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“
Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira