„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. Vísir/HAG Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna. „Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
„Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira