Fótbolti

Draumamarkið hans var ekki dæmt gilt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skot Patric Åslund fór greinilega inn fyrir marklínuna en dómarar leiksins sáu það ekki,
Skot Patric Åslund fór greinilega inn fyrir marklínuna en dómarar leiksins sáu það ekki, @dif_fotboll

Patric Åslund tryggði Djurgården sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en þetta var ekki eina mark hans í leiknum þótt að úrslitin hafi bara verið 1-0.

Åslund skoraði annað mark seinna í leiknum sem var sannkallað draumamark.

Hann fékk boltann fyrir utan vítateiginn lagði hann fyrir sig og lét vaða. Åslund hitti boltann vel og hann fór yfir markvörðinn í slána og niður.

Boltinn fór langt inn fyrir marklínuna eins og sést hér.Skjámynd/sportsonmaxse

Eins og sést á sjónvarpsmyndunum hér fyrir neðan þá fór boltinn langt fyrir innan marklínuna. Þrátt fyrir það þá dæmdu dómararnir ekki mark því þeir misstu allir af þessu draumamarki hans.

„Þetta var langt yfir línuna og þetta var því mjög fúlt. Mér fannst hann alltaf skoppa þannig af slánni að ég vissi að hann var inni,“ sagði Patric Åslund við Max.

Það er engin myndbandsdómgæsla í sænsku deildinni og því hélt leikurinn áfram.

Sem betur fer fyrir Åslund, og kannski enn frekar dómarana, þá fór leikurinn 1-0. Þessi mistök þeirra kostuðu Djurgården því ekki stig.

Åslund er því bara með þrjú mörk í sautján deildarleikjum í sænsku deildinni í sumar en ekki fjögur.

Annað sjónarhorn á það hversu langt boltinn fór inn fyrir marklínuna.Skjámynd/sportsonmaxse



Fleiri fréttir

Sjá meira


×