Viðskipti innlent

Kveður Marel og verður að­stoðar­for­stjóri Kapp

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Karl Sigurðarson.
Ólafur Karl Sigurðarson. Aðsend

Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp.

Í tilkynningu segir að Ólafur muni styðja Frey Friðriksson, forstjóra og eiganda Kapp, við daglegan rekstur ásamt því að bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri erlendrar starfsemi félagsins. 

Fram kemur að á síðasta ári hafi sjóðurinn IS HAF fjárfest í 40 prósenta eignarhlut félagsins sem sé liður í vaxtaráformum félagsins.

Ennfrekmur segir að Ólafur þekki vel til í sjávarútvegi eftir níu ára starf hjá Marel, þar sem hann hafi meðal annars leitt þjónustusvið og vöruþróun fiskiðnaðar. Síðastliðin tvö ár hafi Ólafur starfað sem framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel og framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. Félagið hefur framleitt og selt OptimICE krapavélar og RAF sprautusöltunarvélar um allan heim, en OptimICE er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipum og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×