Þetta kemur fram í tilkynningu Almannavarna.
Þar segir að nú hafi stytt upp og hið ágætasta veður sé á svæðinu. Fulltrúar Veðurstofunnar hafi verið á svæðinu í dag og skoðað aðstæður, og mat þeirra hafi verið svo að hætta á aurksriðum hafi minnkað verulega.
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti einnig um þetta á Facebook.
Þar segir að margar litlar spíur hafi fallið í hlíðum á Tröllaskaga en ekki valdið tjóni eða slysum svo vitað sé.
Vegagerðin vinni nú að því að hreinsa veginn og gera á honum þær lagfæringar sem þarf að gera áður en hann verður opnaður.
Siglufjarðarvegur verður áfram lokaður frá Siglufirði og að Ketilási.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Vegagerðarinnar.