Innlent

Óvissustigi af­létt á Trölla­skaga

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá Siglufrjarðarvegi við Strákagöng. Myndin er úr safni.
Frá Siglufrjarðarvegi við Strákagöng. Myndin er úr safni. Skjáskot/Stöð 2

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu Almannavarna.

Þar segir að nú hafi stytt upp og hið ágætasta veður sé á svæðinu. Fulltrúar Veðurstofunnar hafi verið á svæðinu í dag og skoðað aðstæður, og mat þeirra hafi verið svo að hætta á aurksriðum hafi minnkað verulega.

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti einnig um þetta á Facebook.

Þar segir að margar litlar spíur hafi fallið í hlíðum á Tröllaskaga en ekki valdið tjóni eða slysum svo vitað sé.

Vegagerðin vinni nú að því að hreinsa veginn og gera á honum þær lagfæringar sem þarf að gera áður en hann verður opnaður.

Siglufjarðarvegur verður áfram lokaður frá Siglufirði og að Ketilási.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×