Innlent

Fjórir strákar og tuttugu og sjö stelpur fá náms­styrk í Há­skóla Ís­lands

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Styrkþegarnir við úthlutun styrkjanna í Aðalbyggingu Háskólans í dag.
Styrkþegarnir við úthlutun styrkjanna í Aðalbyggingu Háskólans í dag. Kristinn Ingvarsson/HÍ

Þrjátíu og einn nýnemi við Háskóla Íslands, sem náð hefur framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs, tók við styrk út Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ í dag. Styrkþegarnir samanstanda af 27 stelpum og 4 strákum.

Styrkþegarnir koma úr öllum landshlutum og innritast í námsleiðir á öllum fimm fræðasviðum skólans.

Háskólanum bárust 76 umsóknir úr sjóðnum og voru þær allar afar metnaðarfullar, að því er segir í tilkynningu. 

Við úthlutun styrkja er auk námsárangurs á stúdentsprófi litið til frammistöðu á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Styrkupphæð hvers og eins nemur 375 þúsund krónum og heildarupphæð styrkjanna er því rúmar 11,6 milljónir króna.

Styrkþegarnir eru eftirfarandi:

  • Anna Lára Grétarsdóttir 
  • Álfrún Lind Helgadóttir
  • Embla Sól Óttarsdóttir
  • Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
  • Eowyn Marie Alburo Mamalias
  • Gabríela Albertsdóttir
  • Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir
  • Helga Kolbrún Jakobsdóttir
  • Helga Viðarsdóttir
  • Herdís Pálsdóttir
  • Hildur Vala Ingvarsdóttir
  • Inga Rakel Aradóttir
  • Ingibjörg Ólafsdóttir
  • Ingunn Guðnadóttir
  • Jóanna Marianova Siarova
  • Karina Olivia Haji Birkett
  • Katrín Hekla Magnúsdóttir
  • Lilja Jóna Júlíusdóttir
  • Lúcía Sóley Óskarsdóttir
  • Magnús Máni Sigurgeirsson
  • Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir
  • María Björk Friðriksdóttir
  • María Margrét Gísladóttir
  • Nazi Hadia Rahmani
  • Ólafía Guðrún Friðriksdóttir
  • Ragna María Sverrisdóttir
  • Sigrún Edda Arnarsdóttir
  • Sveinn Jökull Sveinsson
  • Todor Miljevic
  • Tómas Böðvarsson
  • Unnur Björg Ómarsdóttir

Tengdar fréttir

Staða drengja kolsvört og versnar enn

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu fyrir barna- og menntamálaráðuneytið. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi.

Áhyggjur af vanda drengja í menntakerfinu óþarfar

Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort strákar séu ekki bara að gera rétt í því að eltast ekki við skólagöngu og háar einkunnir. Karlar séu með hærri tekjur en konur í öllum aldurshópum, þrátt fyrir að yngri konur séu líklegri en karlar til að hafa gengið menntaveginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×