Innlent

Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Veikindi komu upp í Emstruskálum í síðustu viku.
Veikindi komu upp í Emstruskálum í síðustu viku.

Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana.

Hátt í fimmtíu skólabörn veiktust í skála FÍ í Emstrum í síðustu viku og þurftu liðsinni björgunarsveita á Suðurlandi til að komast aftur til byggða.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins í morgun að Útivist, félagið sem rekur gistiskálann í Básum á Goðalandi þar sem fólk veiktist einnig, hafi frestað komu hóps í smátíma til að ljúka þrifum og sótthreinsun skálans.

Upp hafa komið nokkur hópsmit magakveisu meðal ferðamanna á undanförnum vikum en samkvæmt frétt Morgunblaðsins hefur enginn þurft að leita á sjúkrahús í þessum tilfellum.

Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana, en vatnsbólið í Emstrum er ekki yfirborðsvatn heldur eru þar uppsprettulindir.


Tengdar fréttir

Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist

Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp.

Orsök veikindanna enn á huldu

Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×