Ólíklegt að stórir hluthafar samþykki yfirtökutilboð í Eik
![Gunnar Þór Gíslason, einn af eigendum Langasjós, settist í stjórn Eikar í apríl.](https://www.visir.is/i/0DA232E2692BFC05370DCBC5D7275779C1FCADE200E9A13D691E786CA5F76744_713x0.jpg)
Stjórnandi lífeyrissjóðs telur ólíklegt að hluthafar Eikar muni almennt samþykkja fyrirhugað yfirtökutilboð í fasteignafélagið miðað við núverandi tilboðsgengi. Mögulega takist Langasjó að eignast yfir 34 prósenta hlut og við það verði fjárfestingafélagið að samþykkja allar stærri ákvarðanir á vettvangi hluthafa Eikar til að þær fái brautargengi. Verðbréfamiðlari spyr hvers vegna hluthafar ættu að samþykkja tilboð á svipuðu gengi sem Langisjór hafi í reynd hafnað fyrir skömmu.