Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Guðrún Arnardóttir er hér að fara að skora sigurmarkið gegn Häcken í gær. Urszula Striner Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17