Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2024 21:01 Horft yfir slysstað á Breiðarmerkurjökli. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“ Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“
Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira