Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 09:34 Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant segir um erfiða en nauðsynlega ákvörðun að ræða. Vísir/Vilhelm Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. „Krefjandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og tafir í nýfjárfestingum hafa markað rekstrarumhverfið undanfarin misseri. Controlant þjónustar eftirlitsskyldan iðnað og hefur langt sölu- og innleiðingarferli einnig haft áhrif á verkefnastöðu,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þessa hefur tekjuspá félagsins verið uppfærð og reynist nauðsynlegt að grípa til aðgerða, þar með talið fækkun starfsfólks til þess að draga úr rekstrarkostnaði og aðlaga starfsemi félagsins að þeim verkefnum sem framundan eru.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali vegna málsins en í svari Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa Controlant er þeirri beiðni hafnað og vísað í tilkynningu. Um er að ræða aðra hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á árstímabili. 79 starfsmönnum var sagt upp störfum í nóvember á síðasta ári. Erfið en nauðsynleg ákvörðun Starfsfólki fækki þar með um 150 þvert á deildir og starfsstöðvar í fimm löndum, og í kjölfarið starfi 290 manns hjá félaginu á fimm starfsstöðvum, „langflestir á Íslandi“. Haft er eftir Gísla Herjólfssyni forstjóra og einum stofnenda Controlant að um erfiða en nauðsynlega ákvörðun sé að ræða. „Til þess að aðlaga umfang félagsins að núverandi verkefnum og stuðla að sjálfbærum rekstri. Framúrskarandi fólk hefur lagt Controlant lið við uppbyggingu þess, metnaðarfulla nýsköpun, og markaðssókn. Það er því dapurt að kveðja frábæra samstarfsfélaga og ég þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag til vegferðar félagsins,“ segir Gísli. Gríðarlegur vöxtur „Við munum áfram sinna núverandi og nýjum viðskiptavinum af kostgæfni, og bjóða framúrskarandi þjónustu og vöruframboð ásamt því að auka skilvirkni og sjálfbærni í rekstri. Sýn okkar er skýr og í samstarfi við stærstu lyfjafyrirtæki heims höldum við áfram að umbylta aðfangakeðju lyfja, útrýma sóun og tryggja öryggi sjúklinga í hvívetna.“ Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Vinnumarkaður Tækni Heilbrigðismál Lyf Kópavogur Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. „Krefjandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og tafir í nýfjárfestingum hafa markað rekstrarumhverfið undanfarin misseri. Controlant þjónustar eftirlitsskyldan iðnað og hefur langt sölu- og innleiðingarferli einnig haft áhrif á verkefnastöðu,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þessa hefur tekjuspá félagsins verið uppfærð og reynist nauðsynlegt að grípa til aðgerða, þar með talið fækkun starfsfólks til þess að draga úr rekstrarkostnaði og aðlaga starfsemi félagsins að þeim verkefnum sem framundan eru.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali vegna málsins en í svari Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa Controlant er þeirri beiðni hafnað og vísað í tilkynningu. Um er að ræða aðra hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á árstímabili. 79 starfsmönnum var sagt upp störfum í nóvember á síðasta ári. Erfið en nauðsynleg ákvörðun Starfsfólki fækki þar með um 150 þvert á deildir og starfsstöðvar í fimm löndum, og í kjölfarið starfi 290 manns hjá félaginu á fimm starfsstöðvum, „langflestir á Íslandi“. Haft er eftir Gísla Herjólfssyni forstjóra og einum stofnenda Controlant að um erfiða en nauðsynlega ákvörðun sé að ræða. „Til þess að aðlaga umfang félagsins að núverandi verkefnum og stuðla að sjálfbærum rekstri. Framúrskarandi fólk hefur lagt Controlant lið við uppbyggingu þess, metnaðarfulla nýsköpun, og markaðssókn. Það er því dapurt að kveðja frábæra samstarfsfélaga og ég þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag til vegferðar félagsins,“ segir Gísli. Gríðarlegur vöxtur „Við munum áfram sinna núverandi og nýjum viðskiptavinum af kostgæfni, og bjóða framúrskarandi þjónustu og vöruframboð ásamt því að auka skilvirkni og sjálfbærni í rekstri. Sýn okkar er skýr og í samstarfi við stærstu lyfjafyrirtæki heims höldum við áfram að umbylta aðfangakeðju lyfja, útrýma sóun og tryggja öryggi sjúklinga í hvívetna.“ Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár.
Vinnumarkaður Tækni Heilbrigðismál Lyf Kópavogur Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira