Enski boltinn

Til­kynntu Mejbri með Oasis lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannibal Mejbri með United á undirbúningstímabilinu í sumar.
Hannibal Mejbri með United á undirbúningstímabilinu í sumar. Vísir/ Eston Parker/ISI Photos/Getty Images)

Knattspyrnumaðurinn Hannibal Mejbri mun leika með enska B-deildarliðinu Burnley í vetur.

Hann hefur gert samning við félagið til ársins 2028 og greiðir Burnley 5,4 milljónir punda fyrir miðjumanninn. Kaupverðið gæti farið upp í 9,4 milljónir punda að lokum. Mejbri hefur verið leikmaður Manchester United frá árinu 2021 en farið á lán til Birmingham og Sevilla á tíma sínum hjá United.

Burnley tilkynnti leikmanninn á Twitter í morgun og var það gert við lagið Wonderwall með Oasis, en breska sveitin tilkynnti endurkomu sína í vikunni.

Í laginu kemur fram setningin: „because maybe..“

Burnley menn leika sér með það og skrifuðu við færsluna: „because Mejbri..“

Mejbri er 21 árs landsliðsmaður frá Túnis og ætti að styrka Burnley umtalsvert í baráttunni að koma sér aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×