Innlent

Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flug­skeyta­kerfi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
1000007376 (2)

Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu getur almenningur fyrst og fremst orðið var við varnaræfinguna í Keflavík og nágrenni en þungamiðja æfingarinnar á landi er á sjálfu öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni í ár sem hófst á mánudaginn.

Á meðan æfingin stendur yfir verða meðal annars herskip frá bandalagsríkjum við æfingar, einkum í Faxaflóa og vestur og suður af Reykjanesskaga. Á landi gæti almenningur einkum orðið var við pólsk flugskeytakerfi í nánd við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Frá varnaræfingunni Norður-Víkingi 2024.NATO Maritime Command
NRP D. Francisco de Almeida, herskip fastaflota Atlantshafsbandalagsins sem siglir undir fána Portúgal.NATO Maritime Command
NATO Maritime Command
NATO Maritime Command



Fleiri fréttir

Sjá meira


×