Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:51 Ferðin var ekki betur skipulögð en svo að talið var í tæpan sólarhring að tveir ferðamenn væru ófundnir undir ísfarginu. Í ljós kom að talning ferðaskrifstofunnar stóðst ekki. Vísir/vilhelm Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira