Innlent

Kjara­deila starfs­manna á hjúkrunarheimilum og stór­aukin landamæravarsla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Formaður Eflingar segir að undirmönnun á hjúkrunarheimilum hafi leitt til þes að starfsfólk hafi neyðst til að draga úr samskiptum við íbúa. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Rætt er við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Í hádegisfréttunum verður einnig rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum, sem segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka.

Fulltrúi í þjóðaröryggisráði telur ekki óskynsamlegt að Íslendingar fari að fordæmi Dana og komi sér upp neyðarbirgðum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×