Börn með skólatöskur Mjöll Matthíasdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mjöll Matthíasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun