Dregið í nýja Meistaradeild í beinni: Hvaða stórleiki býður tölvan upp á? Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 10:01 Luka Modric og félagar í Real Madrid eru vanir því að handleika bikarinn eftirsótta. Nú þurfa liðin að takast á við nýtt fyrirkomulag og fleiri leiki. Getty/Angel Martinez Nýja útgáfan af Meistaradeild Evrópu í fótbolta er að hefjast og í dag ræðst það hvaða lið mætast í 36 liða deildakeppninni sem búin hefur verið til. Búast má við stórleikjum í hverri leikviku og spennu fram á síðustu stundu. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16. Keppninni hefur verið gjörbylt og nú spila 36 lið öll í einni deild. Safna þar þremur stigum fyrir hvern sigur og einu stigi fyrir jafntefli. Þau munu ekki mætast öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki – fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli – og snýst drátturinn í dag um það hverjir andstæðingar hvers liðs verða. Þannig gæti Liverpool til dæmis fengið heimaleik við Bayern og liðin myndu þá ekki mætast aftur í Þýskalandi. Aðrir leikir Liverpool gætu svo orðið við allt önnur lið en Bayern mætir. Liðin í efsta styrkleikaflokki mætast Liðunum hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka en segja má að flokkarnir skipti ekki lengur máli. Að minnsta kosti ekki fyrir liðin sem keppa. Þau dragast nefnilega gegn tveimur liðum úr hverjum flokki, líka sínum eigin. Liðin munu fá einn heimaleik gegn liði úr hverjum flokki, og einn útileik gegn liði úr hverjum flokki. Þetta tryggir mun fleiri innbyrðis leiki stórliða en áður hefur verið, og líklega að minnsta kosti einn stórleik í hverri leikviku. Styrkleikaflokkarnir fjórir. Hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki, öðru á heimavelli og hinu á útivelli, og spilar því samtals átta leiki. Til þess að drátturinn taki ekki marga klukkutíma mun tölva raða niður leikjum fyrir liðin. Fyrst mun fyrrverandi leikmaður draga nafn liðs upp úr skál, en svo mun tölvan með handahófskenndum hætti velja átta mótherja fyrir það lið, og segja til um hvaða leikir verða á heimavelli og hvaða leikir verða á útivelli. Dæmi um niðurstöðuna í dag ESPN hefur sýnt dæmi um það hvernig niðurstaða dráttarins gæti litið út í dag, fyrir sex af stærstu liðunum. Dæmið má sjá hér að neðan. Dæmi um leikjadagskrána sem stórliðin gæetu fengið. Benda má á að dagsetning hvers leiks ræðst ekki fyrr en á laugardaginn.ESPN Helstu skorðurnar fyrir dráttinn eru að lið frá sama landi geta ekki mæst (Liverpool og Arsenal geta til dæmis ekki mæst), og lið geta ekki fengið leiki gegn fleiri en tveimur liðum frá sama landi (ef til dæmis Liverpool dregst gegn Bayern og Leverkusen getur liðið ekki dregist gegn Stuttgart líka). Það kemur svo ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi á laugardaginn nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður. Átta lið falla alveg úr keppni Eins og fyrr segir spila 36 lið í deildakeppni Meistaradeildarinnar í vetur, og verða fyrstu leikdagar 17.-19. september en síðasti leikdagur 29. janúar. Efstu átta liðin að því loknu komast svo beint í nokkuð hefðbundna 16-liða úrslitakeppni, en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslit. Liðin sem enda í 25.-36. sæti falla úr keppni en öfugt við síðustu ár þá fara heldur engin lið úr Meistaradeildinni niður í Evrópudeildina eftir áramót. Þegar liðin falla úr leik þá eru þau alveg úr leik. Drátturinn í dag verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2, og hefst klukkan 16.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira