Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 21:31 Örn Alfreðsson framkvæmdastjóri hjá Origo og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis Vísir/Arnar Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar
Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira