Staða barnafólks á Íslandi Steindór Örn Gunnarsson, Agla Arnars Katrínardóttir, Agnes Lóa Gunnarsdóttir, Árni Dagur Andrésson, Hildur Agla Ottadóttir, Kári Freyr Kane og Oddur Sigþór Hilmarsson skrifa 29. ágúst 2024 18:32 Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun