Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Trump stillir upp blómsveig við minnisvarða um óþekkta hermenn í Arlington-grafreitnum í Virginíu á mánudag. Heimsóknin dróg dilk á eftir sér. AP/Alex Brandon Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Talsmaður Bandaríkjahers staðfesti í dag að starfsmanni Arlington-grafreitsins utan við Washington-borg hafi verið „hranalega ýtt til hliðar“ þegar hann brýndi fyrir starfsmönnum framboðs Trump að fylgja reglum. Uppákoman hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Hún átti sér stað þegar Trump heimsótti grafreitinn í boði fjölskyldna hermanna sem féllu í Afganistan sem styðja hann. Eftir að minningarathöfn lauk lét Trump meðal annars mynda sig brosandi og með þumalfingur á lofti með fjölskyldu eins fallins hermanns. President @realDonaldTrump visiting @ArlingtonNatl Cemetery this morning to lay wreaths with Gold Star families at the graves of our brave men & women who lost their lives 3 years ago today during the disastrous Afghanistan withdraw in 2021.Pictured with the family of Sgt.… pic.twitter.com/VKsbShGWWC— Corey R. Lewandowski (@CLewandowski_) August 26, 2024 Fljótlega greindi NPR frá því að tveir starfsmenn framboðs Trump hefðu hellt sér yfir og ýtt starfsmanni grafreitsins sem reyndi að banna þeim að taka myndir og taka upp myndefni í hluta grafreitsins þar sem hermenn sem féllu í Afganistan og Írak hvíla. Samkvæmt reglum grafreitsins verður að fá leyfi fyrir myndatökum. Alríkislög banna allt stjórnmálastarf í grafreitnum, þar á meðal framleiðsla á framboðsefni. Trump birti síðar myndefni úr grafreitnum á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Joes Biden forseta um að draga herlið frá Afganistan. Þrettán bandarískir hermenn féllu og fleiri en 170 Afganir í sjálfsmorðssprengjuárás á Kabúlflugvelli við brottflutninginn fyrir þremur árum. Kölluðu starfsmanninn fyrirlitlegan og í geðrofi Framboð Trump þrætti fyrir að nokkur hefði stuggað við starfsmanni grafreitsins. Í yfirlýsingu sem framboðið sendi fyrst frá sér fullyrti það að starfsmaður grafreitsins hefði „augljóslega verið í geðrofi“. Leyfi fyrir myndatökunni hefði legið fyrir. Chris LaCivita, ráðgjafi framboðs Trump, bætti um betur og lýsti starfsmanni grafreitsins sem „fyrirlitlegum“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Hver sem þessi einstaklingur er, þá vanvirðir það karla og konur í hernum okar að dreifa þessum lygum,“ sagði hann. Talsmaður hersins rengir þetta í yfirlýsingu sem var gefin út í dag. Þar sagði að starfsmaður grafreitsins hefði komið fram af fagmennsku og forðast frekari átök. Starfsmaðurinn hefði síðan sætt ósanngjörnum árásum fulltrúa fyrrverandi foretans. Uppákoman hefði verið óheppileg en þar sem starfsmaðurinn hefði kosið að leggja ekki fram kæru vegna þess teldi herinn málinu lokið. Heimildarmaður AP-fréttastofunnar innan varnarmálaráðuneytisins fullyrti að starfsmenn Trump hefði verið varaðir við því að taka myndir í grafreitnum fyrir heimsóknina þangað. Washington Post segir að ráðuneytið hafi ekki viljað koma í veg fyrir að Trump heimsækti grafreitinn á mánudag en framboðið hefði fengið afdráttarlaus skilaboð um að lögunum um bann við að hann yrði nýttur í flokkspólitískri baráttu yrði framfylgt. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að konan sem lenti í starfsmönnum Trump hafi veigrað sér við að leggja fram kæru af ótta við að vera ofsótt af stuðningsmönnum forsetans. Annað eins hefur ítrekað gerst á undanförnum árum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira